Innlent

Hættir að vera öryrki í augum hins opinbera

Öryrkjar fá allt að fjórðungskauplækkun í afmælisgjöf þegar þeir ná eftirlaunaaldri. Á sextíu og sjö ára afmælisdaginn hættir öryrkinn að vera öryrki í augum hins opinbera og má þá sætta sig við tugþúsunda kauplækkun.

Sigríður Elíasdóttir er lömuð öðrum megin í líkamanum og hefur verið 75% öryrki frá fæðingu. Þangað til í maí hafði hún fengið mánaðarlegar örorkubætur samkvæmt því, en þá náði hún eftirlaunaaldri og afmælisgjafirnar voru ekki allar jafn rausnarlegar á sextíu og sjö ára afmælisdaginn. Hið opinbera hætti þá að líta á hana sem öryrkja.

Sigríður má sætta sig við að missa aldurstengda örorkuuppbót með öllu, auk þess sem tekjutryggingin lækkar um rúmar þúsund krónur, en í staðinn kemur ekkert.

Við það að verða ellilífeyrisþegi lækkar hún um rétt tæplega 24 þúsund krónur í tekjur fyrir skatt og eftir að skattar hafa verið dregnir af hefur hún úr fimmtán þúsund krónum minna að spila á mánuði.

Sem öryrki frá barnæsku hefur Sigríður auðvitað engin áunnin lífeyrisréttindi, sem gerir þessa kauplækkun enn þungbærari en ella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×