Viðskipti innlent

Hærra hrávöruverð

í stálbræðslu Hrávöruverð í Bretlandi hækkaði um 1,1 prósent í síðasta mánuði.
Fréttablaðið/AP
í stálbræðslu Hrávöruverð í Bretlandi hækkaði um 1,1 prósent í síðasta mánuði. Fréttablaðið/AP
Hrávöruverð til framleiðenda hækkaði um 1,1 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. Hækkunin skrifast fyrst og fremst á tíðar hækkanir á hráolíuverði. Hráolíuverðið hækkaði um 6 prósent í júlí í kjölfar átaka Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða í suðurhluta Líbanon og fór þegar hæst lét í 78 bandaríkjadali á tunnu um miðjan mánuðinn en það er sögulegt hámarksverð á olíunni. Vísitala framleiðslukostnaðar í Bretlandi hækkaði við þetta um 0,2 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×