Kristinn H. vill í ritaraembættið 14. ágúst 2006 13:58 Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi frá sér segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hafi Kristinn öðlast reynslu sem hann segist telja að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er.Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar: Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný forysta. Ritari er einn af þremur kjörnum forystumönnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjórn Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vörn í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Í Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknarmöguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er. Ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sérhagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokksins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækkun. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi frá sér segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hafi Kristinn öðlast reynslu sem hann segist telja að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er.Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar: Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný forysta. Ritari er einn af þremur kjörnum forystumönnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjórn Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vörn í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Í Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknarmöguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er. Ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sérhagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokksins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækkun.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira