Heitt í kolunum á þingi í dag 30. maí 2006 17:51 Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Heitt var í kolunum við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarflokkana um pólitísk hrossakaup á bæði Alþingi og í borginni, til að koma mjög umdeildum málum í gegn á sumarþingi. Formaður Frjálslyndaflokksins sagði ráðherraræðið algjört á þingi og spáir þingfundum fram í júlí. Þing kom saman á ný í dag eftir nokkurra vikna hlé vegna sveitarstjórnarkosninganna. Við upphaf fundar lét Jónína Bjartmarz, forseti þingsins, þá ósk í ljós að þingstörfin gengju vel fyrir sig. Henni varð ekki að ósk sinni því fyrsti ræðumaður, Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni, vakti athygli á fundi iðnaðarnefndar í gær. Þar sagði hún frumvarp um Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið tekið út úr nefndinni með flýti þrátt fyrir að fjölmargar athugasemdir hefðu verið gerðar við það. Sjálfur varaformaður iðnaðarnefndar, Einar Oddur Kristjánsson, hefði ekki treyst sér að styðja það en sagt í fjölmiðlum að ef það yrði ekki samþykkt væru öll mál ríkisstjórnarinnar í uppnámi. Margrét benti á að 108 mál á vegum ríkisstjórnarinnar lægju fyrir þinginu. Víðtæk samstaða væri um flest þeirra en þau hefðu verið upp í loft vegna þess að traustið innan ríkisstjórnarinnar væri ekki meira, ekki vegna þess að stjórnarandstaðan hefði sett það fyrir sig. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, sagði þjóðina verða vitni að ótrúlegustu hrossakaupum stjórnarflokkanna sem sögur hefðu farið af. Ríkisstjórnin neitaði að ræða alvarlega stöðu efnahagsmála og vaxandi fátækt. Það væru gælumál iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra sem yrðu að fara í gegnum þingið. Þetta væru ótrúleg hrossakaup og þessum vinnubrögðum hlytu menn að mótmæla.Birkir Jónsson, formaður iðnaðarnefndar, sagði hins vegar frumvarpið um Nýsköpunarmiðstöð hafa verið rætt vel og engar stórvægilegar breytngar hefðu verið gerðar á því. Boðist hefði verið til að fara yfir málið með stjórnarandstöðunni en hún hafnað því. Minnihlutinn í nefndinni hefði ekki óskað eftir því að fulltrúar iðnaðarráðuneytisins kæmu á fund nefndarinnar til þess að fara yfir málið vegna þess að stjórnarandstaðan hefði einsett sér að stöðva það.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði málið sýna að ráðherraræðið væri algjört á þingi. Það væri ekki mikið verklag á þingi á þessum sumardögum sem í hönd færu og næsta víst að þing sæti inn í júlímánuð með því lagi sem upp væri sett.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira