Markaveisla af bestu gerð 30. maí 2006 22:22 Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira
Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Leik lokið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Njarðvík með sópinn á lofti Í beinni: KR - ÍA | Ósigraðir en í leit að fyrsta sigrinum Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Sjá meira