Viðskipti innlent

Tekjuafgangur eykst á Suðurnesjum

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum skilaði tæplega 2,4 milljóna króna tekjuafgangi á fyrri helmingi ársins sem er rúmlega hálfri milljón króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að rekstrartekjur hafi numið 7,7 milljónum króna samanborið við tæplega 7,3 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá námu rekstrargjöld tæpum 7,5 milljónum króna sem er 1,8 milljónum krónum meira en á sama tíma fyrir ári.

Þá nam eigið fé sambandsins í lok júní nam 33 milljónum kr. samkvæmt árshlutareikningi

Fram kemur í tilkynningunni að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er stofnun í eigu sveitarfélaganna á Suðurnesjum og bera þau ábyrgð á skuldbindingum þess. Eignarhaldið er breytilegt og fer eftir íbúafjölda í sveitarfélögum á hverjum tíma.

Fyrir tveimur árum sambandið skuldabréf í opnu skuldabréfaútboði fyrir 500 milljónir króna. Lánið er verðtryggt, greiðist á tíu árum og ber 5 prósenta fasta vexti. Er því ætlað að fjármagna framkvæmdir við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem sveitarfélögin þar standa að. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánsins og sér um að innheimta hjá hverju þeirrra hlutdeild í afborgun og vöxtum af láninu á hverjum gjalddaga og standa skil á þeim til skuldareigenda. Í lok júní 2005 námu eftirstöðvar lánsins 424 milljónum króna og eftirstöðvar þess voru í fullum skilum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×