Lífið

Fyrsta sólóplatan

Fergie, söngkona The Black Eyed Peas mun gefa út sína fyrstu sólóplötu 18.september næstkomandi.  Platan mun heita The Dutchess og upptökum stjórnar Will.I.Am forspakki The Black Eyed Peas.
Fergie, söngkona The Black Eyed Peas mun gefa út sína fyrstu sólóplötu 18.september næstkomandi. Platan mun heita The Dutchess og upptökum stjórnar Will.I.Am forspakki The Black Eyed Peas.

Fergie, söngkona The Black Eyed Peas mun gefa út sína fyrstu sólóplötu 18 september næstkomandi. Platan mun heita The Dutchess og upptökum stjórnar Will.I.Am forspakki The Black Eyed Peas.

The Black Eyed Peas hafa á undanförnum árum sankað að sér verðlaunum og hafa m.a. annars unnið til tveggja Grammy verðlauna. Samanlagt hefur sveitin selt yfir 17 milljónir eintaka af plötum sínum.

Fergie (sem heitir réttu nafni Stacy Ferguson) gekk til liðs við The Black Eyed Peas árið 2002, rétt fyrir útgáfu plötunnar Elephunk sem sló eftirminnilega í gegn. Fyrir þann tíma hafði hún getið sér frægðar sem meðlimur unglingasveitarinnar Wild Orchid (sem gaf út tvær plötur), ásamt því að koma fram í vinsælum krakkaþætti sem heitir Kids Incorporated á árunum 1984 til 1989, en þess má geta að Fergie er fædd árið 1975.

Nú þegar er fyrsta smáskífa plötunnar "London Bridge" að gera stormandi lukku hvarvetna og hefur meðal annars verið í fyrsta sæti Billboard smáskífulistans í 4 vikur samfleitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.