Lífið

Þrjár sýningar á þrjú þúsund

Það verður opið hús í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn milli 3-5, boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Það verður opið hús í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn milli 3-5, boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Það verður opið hús í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn milli 3-5, boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þrjár sýningar á þrjú þúsund!

Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu á þessu leikári og af því tilefni bjóðum við upp á frábært tilboð á 3ja sýninga áskriftarkortum á aðeins 3.000 krónur. Kortið gildir á Mein Kampf sem frumsýnt verður í september, Dag vonar sem frumsýnt verður í janúar og eina sýningu að eigin vali hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Kortin er aðeins hægt að kaupa laugardag og sunnudag.

Leihússtjórinn bakar vöfflur

Boðið verður upp á veitingar fyrir unga sem aldna. Starfsfólk Borgarleikhússins, með leikhússtjórann í broddi fylkingar, bakar vöfflur fyrir gesti og gangandi, það verður heitt á könnunni og svaladrykkir fyrir börnin.

Tónlist

Lifandi tónlist í tvo tíma. Geirfuglarnir spila ,Laddi og Eggert Þorleifs ætla að gera það gott. Flutt verða tónlistaratriði úr Ronju, Gretti og Footloose og börn úr Sönglist troða upp.

Opnar æfingar

Hægt verður að fylgjast með æfingum á Amadeusi, Mein kampf og hjá Íslenska dansflokknum, Kynning verður á nýju leikári hjá Borgarleikhúsinu, Íd og Sönglist. Persónur úr verkum vetrarins spígspora um leikhúsið. Hvað gerist þegar Hitler og Ronja mætast, eða Mozart og Tarzan. Ljúfir tónar Mozarts hljóma.

Ronja veitir verðlaun og áritar geisladiska ásamt Birki vini sínum.

Opnuð verður sýning á öllum Ronju myndunum sem bárust í teiknisamkeppnina "Ronja ræningjadóttir í sumarfríi" og mun Ronja afhenda verðlaunin fyrir efstu þrjú sætin.

 

 

 

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×