Innlent

Utankjörfundakosningar fara vel af stað

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að veita fé í auglýsingar á utankjörfundaatkæðagreiðslu en nú hafa rúmlega 400 manns kosið utankjörfundar.  Auk þess að veita fé til auglýsinga mun ríkið veita stjórnmálaflokkunum aðgang að kjörskrárstofni sveitarfélaga og styrkja sendiráð Íslands víðs vegar um heim í að senda fólki auglýsingar sem hvetja fólk sem býr erlendis til að kjósa.

Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram þann 27. maí en framboðsfrestur til þeirra rennur út á hádegi á morgun. Í nýju viðbyggingunni við Laugardalshöll er hægt að kjósa utankjörfundar ef kjósendur einhverra hluta vegna komast ekki til þess á kjördag. Og þátttakan fram til þessa hefur verið góð en hún er næstum tvöfalt meiri nú en hún á svipuðum tíma fyrir síðustu kosningar.

Nú hafa rúmlega 400 manns kosið utankjörfundar og þegar nær dregur kosningum þá mun straumurinn í Laugardalshöll verða meiri. Að lokum má geta þess að kjörstaðurinn í Laugardal er opinn alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 22.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×