Detroit lék sér að Cleveland 8. maí 2006 05:30 Tayshaun Prince og Chauncey Billups hjá Detroit ganga hér glottandi af velli í gær, en fyrsti leikur þeirra gegn Cleveland í gær var í raun ekki meira en létt æfing fyrir þá NordicPhotos/GettyImages Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Það rigndi þriggja stiga körfum í Detroit í gærkvöldi þegar LeBron James og félagar mættu þangað í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Detroit hitti úr 10 af 11 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik og lagði grunninn að auðveldum 113-86 sigri sínum. LeBron James skoraði öll 22 stig sín í fyrri hálfleiknum og sá aldrei til sólar frekar en aðrir félagar hans hjá Cleveland. Það varð fljótlega ljóst í leiknum í gær að Detroit liðið ætlaði ekki að gefa gestunum möguleika á að gera nokkuð óvænt í fyrsta leiknum í einvíginu. Detroit hafði 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta og sallaði 43 stigum á gestina í öðrum leikhluta. Leikurinn var aldrei spennandi eftir það. Það segir sína sögu um styrkleika og jafnvægi Detroit-liðsins að Tayshaun Prince, sem settur var til höfuðs LeBron James í vörninni, var þeirra stigahæstur í gær með 24 stig og hitti úr öllum fjórum langskotum sínum í leiknum. Rip Hamilton skoraði 20 stig og Chauncey Billups skoraði 14 stig og gaf 10 stoðsendingar. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Zydrunas Ilgauskas skoraði 14 stig. "Þetta lið tapar ekki leik það sem eftir er í keppninni ef það heldur áfram að spila svona - það er alveg á hreinu. Við hittum 50% úr skotum okkar og töpuðum aðeins 6 boltum allan fyrri hálfleikinn, en vorum samt 22 stigum undir. Það er erfitt að útskýra það," sagði gáttaður LeBron James eftir leikinn. "Detroit-liðið var nógu fullt af sjálfstrausti fyrir, en þegar maður missir það á þessa spretti í lok hvers leikhluta - verður ekki við neitt ráðið. Við getum fyrst og fremst þakkað fyrir að það stigamunurinn á liðunum hefur ekkert vægi í heildarútkomunni í einvíginu," sagði Mike Brown, þjálfari Cleveland.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira