Sport

Daníel Jakobsson nýr formaður Skíðasamband Íslands

Daníel Jakobsson var kosinn nýr formaður Skíðasamband Íslands sem haldið var um liðna helgi í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal. Friðrik Einarsson lét af formennsku í framhaldi af því að hann var kosinn inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ á Íþróttaþingi fyrir viku síðan. Nýr maður í stjórn SKÍ var kosinn Bigir Gunnarsson en að öðru leyti var stjórnin endurkosin.

Kröftug umræða um framtíð íþróttarinnar einkenndi þingið og margar áhugaverðar hugmyndir reifaðar. Nýliðið starfsár var rekið með 1.600 þús.kr. hagnaði og eigið fé sambandsins er orðið jákvætt um 950 þús.kr.

Fulltrúar ÍSÍ á Skíðaþingi 2006 voru Ólafur Rafnsson nýkjörinn forseti ÍSÍ og Stefán Snær Konráðsson. Forseti ÍSÍ sæmdi tvo einstaklinga Silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf, þá Friðrik Einarsson fráfarandi formann SKÍ og Guðmund Jakobsson stjórnarmann SKÍ og formann alpagreinanefndar en þeir hafa unnið gríðarlega gott starf í íþróttahreyfingunni. Segir í tilkynningu frá sambandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×