Innlent

Krefst þriggja ára fangelsisdóms

Jónas Garðarsson í dómsal.
Jónas Garðarsson í dómsal. Mynd/Valli

Saksóknari í málinu gegn Jónasi Garðarssyni, vegna strands skemmtibátsins Hörpunnar, fer fram á að Jónas verði dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Bótakröfur sem settar hafa verið fram í málinu nema hátt í 20 milljónum króna.

Saksóknari og lögmaður ættingja hinna látnu hafa flutt lokaorð sín í málflutningnum. Lögmaður ættingjanna velti því fyrir sér í ræðu sinni hvort hægt væri að leggjast lægra en að skella sökinni á slysinu á látna konu. Jónas sagði við vitnaleiðslur að Matthildur Harðardóttir hefði tekið við skipstjórn áður en slysið átti sér stað.

Verjandi Jónasar er að hefja loka málflutning sinn nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×