Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og verða þeir 13 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun.
Í dag er einnig útgáfudagur Peningamála, efnahagsrits Seðlabankans, en það verður birt á vef bankans upp úr klukkan ellefu.
Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun Seðlabankans á árinu og sú 15. á rúmum þremur árum.
Hækkunin gildir frá og með mánudegi í næstu viku, 10. júlí.
Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um vexti verður að óbreyttu birt fimmtudaginn 14. september.