Sigur Rós á leið í tónleikaferð um Ísland 6. júlí 2006 20:16 Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist. Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós er sú íslenska hljómsveit sem er hvað þekktust í heiminum um þessar mundir. Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi í um ár en hljómsveitarmeðlimir ætla að koma heim í lok mánaðarins og spila fyrir Íslendinga. Sigur Rós var eina íslenska hljómsveitin sem lék á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í ár. Hátíðin er stærsta tónlistarhátíðin sem haldin er í Norður Evrópu en hana sóttu um áttatíu þúsund manns. Sigur Rós lék á opnunarkvöldi hátíðarinnar á fimmtudaginn í síðustu viku en þetta var í þriðja sinn sem hljómsveitin lék á Hróarskelduhátíðinni. Georg Holm bassaleikari Sigur Rósar segir það alltaf sérstaka tilfinningu að spila þar en oftast komi líka margir Íslendingar sem eigi sinn þátt í að skapa öðruvísi stemmingu. Hljómsveitarmeðlimir hafa haft í nógu að snúast síðasta árið og hefur dagskráin verið stíf. Nú er stefnan að koma til Íslands í tveggja vikna hljómleikaferð. Ferðin hefst síðustu vikuna í júlí og verður hún kvikmynduð. Hljómsveitin ætlar að spila á nokkrum stöðum á landinu og frítt verður á alla tónleikana. Lítið er þó gefið upp að svo stöddu um staðsetningu tónleikanna fyrir utan tónleikana sem haldnir verða í Reykjavík. Þeir verða 30. júlí á Miklatúni og verða sendir beint út í kvikmyndahúsum um allan heim svo sem í National Film Theater í London. Eftir stífa dagskrá síðasta árið segir Georg þá félaga ætla að breyta til. Að lokinni Íslandferðinni ætli þeir að hvíla sig á tónleikahaldi og fara að gera nýja hluti. Hann segir ekkert ákveðið en þeir geti til dæmis hugsað sér að fara að vinna að kvikmyndatónlist. Aðallega ætli þeir þó að njóta þess að vera í æfingarhúsnæði sínu og bara spila tónlist.
Fréttir Hróarskelda Innlent Lífið Menning Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“