Viðskipti innlent

Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Frá kynningu síðustu vaxtaákvörðunar Seðlabankans.
Frá kynningu síðustu vaxtaákvörðunar Seðlabankans.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5

prósentustig og verða vextirnir eftirleiðis 13,5 prósent. Vextir af bundnum innstæðum og daglánum hækka um 0,25 prósentustig en aðrir vextir bankans um 0,5 prósentustig. Þetta er í samræmi við spár greiningadeilda viðskiptabankanna sem bjuggust við 0,50 til 0,75 prósentustiga hækkun.

Spár bankanna eru í samræmi við ný álit bæði OECD og Alþjóða­gjaldeyrissjóðsins um að hér sé enn þörf aðhaldssamrar peningastefnu.

Ákvörðunin í dag er utan hefðbundinna vaxtaákvörðunardaga bankans. Næst verða vextir ákveðnir 14. september.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×