Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardaginn kemur. Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið verður opið. Snjór á svæðinu er töluvert meiri en sést hefur á sama árstíma undanfarin ár. Snjókerfi, sem tekið var í notkun í fyrravetur gerir það einnig að verkum að hægt er að opna skíðasvæðið svo snemma.
Hlíðarfjall opnað um helgina
