Erlent

Fyrrum aðalendurskoðandi Enron fundinn sekur um bókhaldssvik

Richard Causey mætir til dómsuppkvaðningar í dag.
Richard Causey mætir til dómsuppkvaðningar í dag. MYND/AP

Bandarískur dómari dæmdi í dag fyrrum aðalendurskoðanda Enron, Richard Causey, í fangelsi í 66 mánuði, eða fimm og hálft ár, þar sem það var hann sem samþykkti hin miklu bókhaldssvik sem leiddu til falls fyrirtækisins.

Causey játaði brot sín í desember á síðasta ári aðeins nokkrum vikum áður en hann átti að fara fyrir rétt ásamt öðrum yfirmönnum fyrirtækisins. Þeir voru síðan fundir sekir og lést annar þeirra, Ken Lay, úr hjartaáfalli í júlí síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×