Innlent

Bush og Putin funda

Bush og Putin ásamt eiginkonum sínum.
Bush og Putin ásamt eiginkonum sínum. MYND/AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladimir Putin Rússlandsforseti áttu "ótrúlega góðan" fund í dag. Bush er sem stendur á ferðalagi til Asíu en kom við í Moskvu til þess að fylla á flugvél sína. Putin kom þá við á flugvellinum til þess að heilsa upp á Bush og ræða við hann um væntanlega inngöngu Rússa í Alþjóðaviðskiptaráðið.

Á fundinum var ákveðið að Bandaríkjamenn styrki framboð Rússa í Alþjóðaviðskiptaráðið í næstu viku. Einnig var rætt um ástandið í Íran en talsmenn forsetana tveggja vildu ekki gera mikið úr þeim umræðum. Þeir sögðu þó að fundurinn hefði farið fram í miklu bróðurþeli og að leiðtogarnir hefðu verið mjög jákvæðir á honum.

Samskipti milli ríkjanna tveggja hafa ekki verið verri í langan tíma. Er það vegna mikillar gagnrýni Bandaríkjamanna á stefnu Putins í mannréttindamálum og sem og gagnrýni Rússa á stefnu Bush í Mið-Austurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×