Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin.
Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall.
Christian Christiansen er enn í viðræðum við Fylkismenn en samningur hans rennur út um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa önnur lið sett sig í samband við Christian, þeirra á meðal Breiðablik.- esá