Þrautagöngu Birgis loksins lokið 17. nóvember 2006 13:30 Mynd/Eiríkur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hann með góðri frammistöðu á lokahring úrtökumótsins fyrir næsta keppnistímabil er hann lék á besta skori dagsins, 69 höggum, og hafnaði í 24.-29. sæti. Þrjátíu efstu kylfingarnir fá þátttökurétt á að minnsta kosti 20 mótum Evrópumótaraðarinnar næsta sumar. Hann lék hringina sex á samtals einu höggi undir pari. Í gær byrjaði hann ágætlega, fékk fugl á 12. holu en hann hóf leik á þeirri 10. Á fjórtándu kom svo áfallið er hann fékk skramba og var útlitið orðið ansi dökkt þá. En hann fékk þá fjóra fugla á næstu níu holum og kom sér í góð mál. Á 6. holu, þeirri fjórðu síðustu, fékk hann svo skolla og var þá í þeirri stöðu að vera einu höggi frá þeim þrjátíu efstu. Fuglinn sem kom þá á næstu braut, þeirri sjöundu, fleytti honum aftur í hóp efstu manna og hélt hann haus síðustu tvær holurnar og hafnaði sem fyrr segir í 24.-29. sæti. „Mér líður auðvitað æðislega vel," sagði Birgir við Fréttablaðið í gær. „Það gekk svo vel í dag og ég er bara enn að átta mig á þessu. Þetta er nú orðinn áratugur og ótrúlegt að þetta sé loksins komið." Sem fyrr segir lék Birgir á besta skori dagsins í gær, 69 höggum. „Já, þú segir nokkuð. Ég vissi reyndar það ekki en maður fær mikið „kikk" úr því. Það er gott að eiga síðasta hringinn bestan þegar mest á reynir, sérstaklega í hópi allra þessara góðu kylfinga," sagði Birgir, kampakátur með þennan frábæra árangur. Margir þekktir kylfingar tóku þátt í mótinu, til að mynda tveir sem hafa keppt fyrir hönd Evrópuliðsins í Ryder Cup-keppninni. Um er að ræða Peter Baker frá Englandi og Írann Philip Walton. Þá keppti þjóðverjinn Alex Celjka einnig á mótinu en hann vann hið virta mót Volvo Masters í Andalúsíu árið 1995. Sá síðastnefndi komst áfram, lenti í 17. sæti, en hinir tveir sátu eftir. Miklar sviptingar voru lokakeppnisdaginn. Fimm kylfingum tókst að vinna sig upp í hóp efstu 30, meðal þeirra Birgir Leifur, og því jafn margir sem duttu úr hópnum. Einn þeirra er Englendingurinn Matthew King sem var í 10. sæti þegar keppni hófst í gær en lék á ellefu höggum yfir pari á lokahringnum. Hann hafnaði í 53.-55. sæti. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Golf Innlendar Íþróttir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira