Innlent

Kostnaðarmat skýtur stoðum

Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Geir H. Haarde forsætisráðherra. MYND/rósa

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur koma til greina að fela stærstu sveitarfélögum í hverjum landshluta að þjónusta minni sveitarfélögin, eins og gerist sums staðar erlendis. Þjónustan miðist þá við fyrirfram skilgreindan íbúafjölda og landfræðilegar og samgöngulegar aðstæður. Þannig geti lítil sveitarfélög, sem standi illa fjárhagslega, komist hjá því að skera niður þjónustu við íbúana.

Geir greindi frá því á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga nýlega að öll stjórnarfrumvörp og reglugerðardrög sem hafi bein áhrif á sveitarfélögin verði kostnaðarmetin með tilliti til heildaráhrifa á fjárhag sveitarfélaga. „Undirbyggð ákvarðanataka með þessum hætti skýtur styrkari stoðum undir hagstjórn,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×