Kynna hefði átt yfirlýsingu í borgarráði 17. nóvember 2006 02:00 Ráðhús Reykjavíkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum." Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum."
Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira