Innlent

VG krefst frestunar allra framkvæmda í stóriðju

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin lýsi því tafarlaust yfir að öllum frekari stóriðjuframkvæmdum verði frestað. Í ályktun þingflokksins að nú fari fram kapphlaup um byggingu orkuvera fyrir erlendar álbræðslur. Fyrirheit um lágt raforkuverð og ókeypis mengunarkvóta hvetji stórfyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Íslands og loka verksmiðjum í löndum sem gera meiri kröfur um mengunarvarnir og selja orkuna á hærra verði.

Þingflokkurinn vill að áform Norsk Hydro um byggingu 600 þúsund tonna álvers á Íslandi á árunum 2010 - 2015 verði stöðvuð, ásamt öðrum áformum um þungaiðnað sem kalli á gríðarleg náttúruspjöll vegna orkuöflunar.

Norsk Hydro boðaði til fréttamannafundar í gær og tilkynnti um áhuga sinn á að koma að orkunýtingu og áliðnaði á Íslandi í framtíðinni, en Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í samtali við NFS í dag, að heimsókn fulltrúa Norsk Hydro til hans í gær einungis hafa verið kurteisisheimsókn í tengslum við uppetningu Íslandsskrifstofu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×