Innlent

Fasteignaverð lækkaði í okóber

Árshækkun fasteigna er núna 7,2% í stað 10,5%
Árshækkun fasteigna er núna 7,2% í stað 10,5%

Verð á einbýlishúsum lækkaði um 3,2% milli september og október og íbúðir í fjölbýli um 1,7%. Þetta er samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins. Vísitala íbúðarverðs mældist 306,1 stig í október og lækkar um 2,2% frá fyrri mánuði. Hækkunin síðastliðið ár mælist því 7,2% og lækkar skarpt síðan í september þegar hún mældist 10,5%.

Sem fyrr er flökt í verði sérbýlis mun meiri en í verði fjölbýlis. Vakin er athygli á því að aðeins 80 kaupsamningar voru yfir sérbýli í október og því hefur hver og ein eign mikil áhrif á þróunina milli mánaða meðan 411 kaupsamningar voru um fjölbýli. Þetta skýrir mun á verðflökti milli sérbýlis og fjölbýlis.

Ef síðustu tveir mánuðir eru bornir saman hvað varðar veltu og fjölda kaupsamninga er veltuaukningin um 22% og voru um 19,5% fleiri kaupsamningar í október miðað september. Meðaltalsverð húsnæðis ef skoðaðar eru tölur yfir alla 581 kaupsamningana eykst nokkuð eða um 0,6 m.kr. úr 27,8 m.kr. í september upp í 28,4 m.kr.

Í hálf fimm fréttum KB Banbka segir að Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 14% og augljós neikvæð fylgni sé milli hækkandi stýrivaxta og hjaðnandi fasteignamarkaðar síðustu tvö ár, með nokkurri töf þó. Eftir að vaxtahækkunarferli Seðlabankans byrjaði hækkuðu vextir íbúðalána einnig og því má skýra, eins og oft hefur komið fram, minnkandi umsvif á fasteignamarkaði með auknum fjármögnunarkostnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×