Erlent

Mafían á Ítalíu fælir fjárfesta

Prodi talar hér á samkomu í dag.
Prodi talar hér á samkomu í dag. MYND/AP

Mafían á suðurhluta Ítalíu fælir frá fjárfesta í miklu magni. Þetta kom fram í ræðu sem Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt í dag. Hann sagði enn fremur að engin framþróun gæti orðið í landinu þegar mafían væri til staðar.

Prodi var nýkominn úr ferð til Napólí í suðurhluta Ítalíu þar sem hann tilkynnti um aukinn liðsafla hjá lögreglunni eftir mikla óöldu sem þar gekk yfir nýverið og talið er að mafían hafi verið á bak við. Prodi sagðist einnig ætla að styrkja atvinnustarfsemi á svæðinu sem og að koma á fót verkefnum í skólum sem eiga að auka virðingu barna fyrir lögum og reglu.

Í apríl síðastliðnum náði mafíudeild ítölsku lögreglunnar miklum áfanga í baráttu sinni er þeir klófestu leiðtoga sikileysku mafíunnar. Lögreglan segir að enn sé mikið starf eftir óunnið og að tvær mafíur séu enn sterkar en það eru Camorra mafían í Napóli og 'Ndrangheta mafían frá Kalabríu. Lögreglan telur að 'Ndrangheta sé með tengsli við kólumbíska eiturlyfjahringi og stjórni einu stærsta dreifikerfi eiturlyfja í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×