Erlent

Pólverjar og Evrópusambandið í viðræðum

Finnski forsætisráðherran sagði í dag að ekki hefði náðst samkomulag við Pólverja en þeir hóta nú að koma í veg fyrir nýjan samstarfssamning Rússlands og Evrópusambandsins vegna banns sem Rússar hafa sett á innflutning á pólsku kjöti.

"Ég vona að við getum leyst vandamálið en við náðum engri niðurstöðu. Við áttum mjög langar viðræður og fundum enga lausn" sagði Vanhanen í kvöld eftir viðræðurnar við pólska forsætisráðherrann Jaroslaw Kaczynski. Hann sagði að hann hefði lagt fram tilboð sem pólska stjórnin væri að íhuga en vildi ekkert segja frekar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×