Og Vodafone hefur tekið í notkun setningabókina Made in Iceland í Vodafone live. Bókin gefur viðskiptavinum fyrirtækisins kost á að skoða og þýða yfir fimm hundruð setningar á þrettán tungumálum í farsímum sínum.
Símafyrirtækið segir að hvert tungumál hafi nítján flokka og hver þeirra hafi þrjátíu sjálfstæðar setningar sem auðvelt sé að þýða yfir á annað tungumál. Flokkarnir nítján hafa hver sitt einkenni, en meðal flokka eru til dæmis gisting, viðskipti, tónlist eða samskipti. Með þessari flokkun eiga notendur auðveldlega að geta fundið sömu setningu á öðru tungumáli hvort sem bókin er notuð eða síminn. Greiddar eru 99 krónur fyrir vikuaðgang að bókinni en í hverri áskrift eru innifalin þrjátíu SMS.