Erlent

Ágreiningur um Írak innan Hvíta hússins

Bush Bandaríkjaforseti hafði að engu viðvaranir eins helsta ráðgjafa síns í málefnum Írak strax haustið 2003, þegar hann honum var tjáð að þörf væri á allt að 40.000 bandarískra hermönnum til viðbótar til að bæla niður uppreisnina gegn hernáminu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók stjörnublaðamannsins Bob Woodward á Washington Post, sem kemur út á mánudaginn.

Í bókinni, sem heitir State of Denial, er lýst vanhæfni og misklíð innan Hvíta hússins að því er snertir stríðsreksturinn í Írak. Lýst er alvarlegum ágreiningi meðal helstu ráðgjafa Bush. Þannig segir Woodward að Bush hafi þurft að biðja Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra sérstaklega um það, að svara símtölum frá Condoleezu Rice, sem þá var þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, því Rumsfeld hafi verið svo í nöp við hana. Woodward segir að Bush stjórnin hafi þráast við að viðurkenna alvarlegt ástand í Írak og að Bush hafi til að mynda sagt í nóvember 2003 að hann vildi ekki að neinn í ríkisstjórnini færi að tala um uppreisn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×