Innlent

Dómsmálaráðherra fundaði um öryggis- og varnarmál

Mynd/Dómsmálaráðuneytið

Björn Bjarnason, hélt í gær þrjá fundi með forstöðumönnum þeirra stofnana sem mest koma að öryggismálum þjóðarinnar. Fundirnir voru haldnir vegna brotthvarfs varnarliðsins frá íslandi.

Til fundanna komu, ásamt aðstoðarmönnum, ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslunnar og formaður Landssambands lögreglumanna.

Á fundunum fór ráðherra yfir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins og þau ákvæði í samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna, sem snerta sérstaklega stofnanir og starfsmenn á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er. meðal annars, boðað frumvarp til nýrra almannavarnarlaga og verður þar hugað að því að koma á fót miðstöð þar sem tengdir verði saman allir aðiolar sem koma að öryggismálum innanlands, hvort sem er vegna náttúruhamfara eða af mannavöldum.

Þá á að tryggja að íslensk yfirvöld hafi lögheimildir til náins samstarfs við stjórnvöld og alþjóðastofnanir þar sem skipst er á trúnaðarupplýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×