Innlent

Stjórnsýslukæra vegna hlerana

Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson MYND/NFS

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, hefur sent menntamálaráðherra stjórnsýslukæru vegna þess að honum var synjað um aðgang að gögnum um símhleranir á árunum 1949-1968.

Kjartan telur ástæðu til þess að ætla að hann hafi verið einn af þeim sem sætti hlerunum.

Í stjórnsýslukærunni er þess krafist að menntamálaráðherra geri Kjartani skriflega grein fyrir skilyrðum þeim og skilmálum sem Guðna Th. Jóhannessyni kunna að hafa verið sett.

 

Aðalkrafan er sú að hann fái almennan aðgang að öllum gögnum um nefndar símahleranir en til vara aðgang að þeim gögnum sem Guðni Th. Jóhannesson fékk aðgang að.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×