Innlent

Sigldi óhaffæru skipi

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi skipstjóra til að greiða 30.000 krónur í sekt fyrir að hafa siglt óhaffæru skipi. Landhelgisgæslan kom að skipinu við togveiðar í febrúar og komst að því að haffæriskírteini þess var útrunnið.

Fram kemur á fréttavefnum bb .is að skipstjórinn hafi með þessu athæfi brotið siglingalög er varða eftirlit með skipum. Skipstjórinn mætti ekki fyrir dóm og var fjarvist hans metin sem svo að hann viðurkenndi ofangreint hátterni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×