Viðskipti erlent

2,5 prósenta verðbólga í Bandaríkjunum

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár.

Þetta er 0,1 prósenti minni hækkun vísitölunnar er mánuðinn á undan. Greiningaraðilar bjuggust almennt við þessari niðurstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×