Innlent

Evrópusambandið fer gegn botnvörpuveiðum

MYND/Reuters

Evrópusambandið mun, í næstu viku, hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þess að koma í veg fyrir aukningu úthafsveiða á viðkvæmum svæðum, þar sem fiskiskip noti gríðarstórar botnvörpur og sköfur til þess að ná fiski af hafsbotni.

Í frétt frá Reuters fréttastofunni um þetta mál segir að botnvarpa sé keilulaga net sem sé dregið eftir hafsbotninum af einu eða tveimur skipum og haldi inni öllum fiski sem er skóflað upp í það. Reuters segir einnig að Evrópusambandið telji að slíkar veiðiaðferðir valdi langtíma tjóni.

Umhverfissamtök eins og World Wildlife fund eru farin að berjast gegn botnvörpuveiðum, og hvetja fólk til þess að borða minna af fiski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×