Innlent

Framtíðarsýn þarf að fara saman með sýn heimamanna

Svæði Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Svæði Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. MYND/Pjetur

Atvinnuþróunarráð Sambands sveitarfélaganna á Suðurnesjum leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja að stefna og framtíðarsýn þeirra aðila sem fá úthlutað byggingum til afnota á svæði Varnarliðsins, fari saman með stefnu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Í ályktun sem Atvinnuþróunarráðið sendi frá sér í dag er hvatt til að stofnun félags um stjórnun verkefna fyrir varnarsvæðið verði hraðað.

Í annarri ályktun sem stjórn Sambands sveitarfélaganna á Suðurnesjum sendi frá sér í dag er lögð áhersla á að höfð verði samvinna við heimamenn um ráðstöfnun mannvirkja, ráðstöfnun lands, hreinsun mengaðra svæða og um sköpun nýrra atvinnutækifæra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×