Viðskipti innlent

Kreditkortavelta jókst um 23 prósent á árinu

MYND/VILHELM

Kreditkortavelta heimila hérlendis var 23,0% meiri á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði nemur aukningin 22,1% samanborið við árið á undan. Debetkortavelta jókst um 6,9% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Í Hagvísum Hagstofunnar kemur fram að innlend greiðslukortavelta

heimilanna hafi aukist um 13,8% en kreditkortavelta Íslendinga erlendis

um 34,9% á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við síðasta ár.

Erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 18,5% á tímabilinu frá janúar til október borið saman við sama tímabil í fyrra, samkvæmt Hagstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×