Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða. Hún hafi áður í vetur sinnt útköllum þar sem þrætueplið var hið sama. Þá komu tvö fíkniefnamál til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær en í þeim báðum fundust ætluð fíkniefni.
