McLaren vill fá Alonso strax 6. desember 2006 20:51 Fernando Alonso er enn samningsbundinn Renault NordicPhotos/GettyImages Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu. Alonoso er tvöfaldur ríkjandi heimsmeistari ökuþóra hjá Renault og er samningsbundinn liðinu fram að áramótum. McLaren-menn vilja reyna að fá hann lausan strax svo hann geti hafið prófanir fyrir áramótin. "Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég fá hann strax yfir til okkar," sagði Martin Whitmarsh, stjóri McLaren. "Við viljum gjarnan fara að fá nýja liðsmanninn okkar undir stýrið og hann á skilið að fá að skipta strax eftir allan þann árangur sem hann hefur náð með Renault," sagði Whitmarsh og bætti við að hann ætlaði að spyrja liðsstjóra Renault að þessu þegar hann væri búinn að hella í hann eins og tveimur flöskum af kampavíni á verðlaunahátíð Alþjóða Akstursíþróttasambandsins á föstudaginn. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu. Alonoso er tvöfaldur ríkjandi heimsmeistari ökuþóra hjá Renault og er samningsbundinn liðinu fram að áramótum. McLaren-menn vilja reyna að fá hann lausan strax svo hann geti hafið prófanir fyrir áramótin. "Ef ég á að vera hreinskilinn vil ég fá hann strax yfir til okkar," sagði Martin Whitmarsh, stjóri McLaren. "Við viljum gjarnan fara að fá nýja liðsmanninn okkar undir stýrið og hann á skilið að fá að skipta strax eftir allan þann árangur sem hann hefur náð með Renault," sagði Whitmarsh og bætti við að hann ætlaði að spyrja liðsstjóra Renault að þessu þegar hann væri búinn að hella í hann eins og tveimur flöskum af kampavíni á verðlaunahátíð Alþjóða Akstursíþróttasambandsins á föstudaginn.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira