Innlent

Forseta Litháen afhent trúnaðarbréf

Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti þann 23. mars Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Vilníus, höfuðborg landsins. Hannes lagði áherslur á náin vinskap milli þjóðanna og vaxandi samskipti á vettvangi stjórnmála og viðskipta í viðræðum sínum við Adamkus. Forstinn tók undir þetta og þakkaði Íslendingum þann stuðning sem þjóðin hefur sýnt Litháen frá því að þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt fyrir fimmtán árum. Sendiherra átti einnig fundi með ýmsum ráðamönnum í Litháen þar sem alþjóðamál og tvíhliða smaksipti ríkjanna voru til umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×