Innlent

Rúmlega árslaun í hærri vaxtagreiðslur

Kristinn H. Gunnarsson gagnrýnir hátt vaxtastig og furðar sig á að sumir hafi fagnað því að vextir hafi hækkað að undanförnu.
Kristinn H. Gunnarsson gagnrýnir hátt vaxtastig og furðar sig á að sumir hafi fagnað því að vextir hafi hækkað að undanförnu.

Vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs að undanförnu hafa í för með sér að lántakendur þurfa að greiða rúmlega einum árslaunum meira í vexti á lánstímanum en fyrir fáeinum mánuðum síðan, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Kristinn segir í pistli á heimasíðu sinni að þó vaxtahækkun úr 4,15 prósentum í 4,85 prósent láti ekki mikið yfir sér við fyrstu sín hafi hún mikil áhrif. Kristinn bendir á að miðað við hámarkslán sjóðsins hækki vaxtakostnaður á fjörutíu ára lánstímabili um rúmar 3,4 milljónir króna. Þetta jafngildir fjórtán til fimmtán mánaða meðallaunum segir þingmaðurinn og gagnrýnir hátt vaxtastig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×