Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri og í Þingeyjarsveit er nú á bænum Hallgilsstöðum í Fnjóskadal þar sem íbúðarhús stendur í ljósum logum. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er húsið alelda og litlar líkur taldar á að hægt verði að bjarga munum úr því. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og ekki er vitað hver eldsupptökin voru.
