Innlent

Samheitalyfjafyrirtæki vill aukna samkeppni og verðlækkanir

Aukin samkeppni og verðlækkanir eru meðal þeirra markmiða sem nýtt samheitalyfjafyrirtæki, Portpharma, hefur sett sér.

Þó fyrirtækið hafi verið stofnað á síðasta ári var það ekki fyrr en í dag að fyrsta samheitalyf þess kom í lyfjaverslanir enda segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegi lyfja á markað langa og stranga.

Það var Árni Jón Baldursson sem fyrstur tók við hjartalyfinu Simvastatian en Portfarma segir sparnað Tryggingarstofnunar á því einu getað numið um 30 milljónum króna á ári

Takmark Portpharma er að verða forystufyrirtæki þegar kemur að innflutningi, ráðgjöf og markaðssetningu á lyfjum.

Það er fyrirtækið Árkaup ehf. sem á þetta nýja fyrirtæki og er það því systurfyrirtæki verslunarinnar Lyfju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×