Lífið

George Michael handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun

Poppsöngvarinn George Michael var handtekinn vegna gruns um fíkniefnanotkun um helgina. Þetta kemur fram í götublaðinu Sun. Þar segir að söngvarinn hafi fundist í annarlegu ástandi í bíl sínum í Lundúnum snemma á laugardagsmorgun og verið handtekinn vegna gruns um að hafa fíkniefni í fórum sínum. Það var vegfarandi sem kom að sögnvaranum í bílnum og tilkynnti lögreglu um ástand hans. Honum var hins vegar sleppt gegn tryggingu en hefur verið gert að mæta aftur til lögreglu í næsta mánuði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Wham-söngvarinn fyrrverandi er handtekinn því árið 1998 var hann ákærður fyrir ósæmilega hegðun á salerni í Kaliforníu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.