Sport

Hefur áhuga á landsliðinu

Leo Beenhakker hefði ekkert á móti því að taka við enska landsliðinu
Leo Beenhakker hefði ekkert á móti því að taka við enska landsliðinu afp

Leo Beenhakker, þjálfari Trinidad & Tobago, lýsti því yfir í gær að hef kallið kæmi þá hefði hann áhuga á því að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu. Samningur Beenhakker við Trinidad & Tobago rennur út eftir HM en eins og kunnugt er mun Sven-Göran Eriksson láta af störfum sem þjálfari Englands á sama tíma.

"Í þessum fótboltaheimi eru örfá störf sem einfaldlega er ekki hægt að neita. Starf landsliðsþjálfara Englands er eitt af þeim," sagði Beenhakker í gær. "En eftir því sem mér skilst er ég ekki með rétta vegabréfið. Ég er hollenskur en þjálfarinn verður víst að vera enskur. Hann má ekki einu sinn vera breskur! Svo að ég er ekki beint að gera mér vonir um að fá símtal," sagði Beenhakker og glotti






Fleiri fréttir

Sjá meira


×