Sport

Ekki liðtækur í heimanáminu

David Beckham er engin mannvitsbrekka ef marka má vandræði hans við að hjálpa syninum í heimanáminu
David Beckham er engin mannvitsbrekka ef marka má vandræði hans við að hjálpa syninum í heimanáminu NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnuhetjan David Beckham ætti líklega að halda sig við knattspyrnuiðkun á meðan hann hefur tök á því ef marka má grein í breska blaðinu Mail on Sunday, því þar kemur fram að Beckham treysti sér ekki til að hjálpa syni sýnum Brooklin við heimanámið. Brooklyn er sex ára gamall.

Brooklyn bað pabba sinn að hjálpa sér með heimavinnuna á dögunum, en hann var þá að vandræðast með stærðfræðina. "Ég varð að biðja Victoriu að hjálpa honum, því heimanámið er allt öðruvísi í dag en það var þegar ég var í skóla," sagði Beckham, en blaðamaður kynnti sér námsefnið í skólanum sem Brooklyn sækir á Spáni og komst að því að þar voru á ferðinni stærðfræðidæmi eins og að deila tólf í þrjá hluta og spurningar eins og; "Ef klukkan er 17:45 og Siggi segist ætla að koma eftir hálftíma, hvað verður þá klukkan þegar hann kemur?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×