Erlent

Iðnaðarráðherra Líbanons myrtur í Beirút

Pierre Gamayel, leiðtogi Phalange-flokksins og iðnaðarráðherra Líbanons.
Pierre Gamayel, leiðtogi Phalange-flokksins og iðnaðarráðherra Líbanons. MYND/AP

Iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, var myrtur í höfuðborginni Beirút í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmönnum öryggismála í landinu. Byssumenn munu hafa skotið á bílalest ráðherrans sem var á ferð um Sin el-Fil hverfið í Beirút í dag. Ráðherrann var fluttur í skyndi sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Ekki liggur fyrir hver ber ábyrgð á árásinni.

Gemayel var leiðtogi Kristinna falngasita í Líbanon. Hann var harður andstæðingur sýrlenskra stjónvalda sem haft hafa ítök í líbönskum stjórnmálum.

Stjórnarkreppa hefur verið í Líbanon þar sem sex ráðherrar sögðu sig nýlega úr ríkisstjórn landsins, þar á meðal allir fulltrúar sjía í ríkisstjórninni, en stjórnarskráin kveður á um að fulltrúar allra trúarhópa skuli eiga sæti í ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×