Tónlist

Mannakorn með jóladisk

Mannakorn gefur frá sér hugljúfa jólaplötu fyrir jólin.
Mannakorn gefur frá sér hugljúfa jólaplötu fyrir jólin.

Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið.  Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00.

Einnig: 26. nóv kl. 16.00 í Dalvíkurkirkju

29. nóv kl. 20.00 í Selfosskirkju

30. nóv kl. 20.00 í Bústaðarkirkju

Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500.

Hljómsveitina skipa Maggi og Pálmi ásamt góðum gestum. Á disknum eru sígildar jólaperlur, þar á meðal lagið Gleði og friðarjól sem vann huga og hjörtu landsmanna þegar það kom út fyrir 20 árum. Hugljúf jólastemmning svífur yfir vötnum þessa fallega disks.

Einvalalið hljóðfæraleikara kemur við sögu á Jólum með Mannakornum. Agnar Már Magnússon spilar á píanó og Hammond-orgel. Pálmi plokkar auðvitað bassann og syngur og Magnús Eiríksson syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Gunnlaugur Briem sér um trommuleik. Auk þess á Óskar Guðjónsson fína spretti á sópransaxófón. Til að skreyta diskinn enn frekar hafa þeir félagar fengið til liðs við sig hina efnilegu söngkonu Hrund Ósk Árnadóttur sem syngur jólalögin með djassblúsuðu ívafi. Fjölskyldu stemmningin er heldur ekki langt undan því gestasöngvarar á disknum eru systkinin Sigurður og Ragnheiður Helga Pálmabörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.