Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir 21. nóvember 2006 19:37 Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð. Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Blaðamaður NFS bað um aðgang að ÖLLUM þeim gögnum sem flutt voru úr dómsmálaráðuneyti í Þjóðskjalasafn og fjölluðu um hleranir á tímum kalda stríðsins. Aðgangi var neitað og leitaði blaðamaður liðsinnis úrskurðarnefndarinnar. Hún þarf lögum samkvæmt að leita upplýsinga um alla þætti sem kunna að rökstyðja neitun um aðgang að opinberum gögnum. Koma til dæmis til álita þagnarskylduákvæði vegna öryggishagsmuna íslenska ríkisins. Þegar dómsmálaráðuneytið var spurt um þetta atriði vék það sér undan því og kastaði boltanum til utanríkisráðuneytisisns. Það ráðuneytið var þá krafið svara og fékk frest til 30. október. Fresturinn leið án þess að svar bærist. Þegar nefndin ítrekaði erindið kom skýring á töfinni þess efnis að vegna erindisins hefði þurft að leitað eftir upplýsingum frá Bandaríska flotanum. Þau svör hefðu enn ekki borist - en þeirra væri að vænta. Það skal endurtekið að utanríkisráðuneytið var spurt um núverandi öryggishagsmuni íslenska ríkisins - vegna hlerana á íslenskum þegnum fyrir áratugum. Bandaríski flotinn ætlar að svara undir lok þessarar viku. Þess má geta að fjöldi gagna um hleranir hefur verið birtur - án þess að persónuleg auðkenni sjáist hjá þeim mönnum sem hlerað var hjá. NFS hefur ekki vitneskju um það hvort beiðnin um álit Bandaríska flotans snýr eingöngu að þessum gögnum, eða mögulega öðrum sem enn eru óséð.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira