Innlent

Alfreð fær hálfa efstu hæðina

Blóðbankinn - blaðamannafundur.  Sveinn Guðmundsson Yfirlæknir
Blóðbankinn - blaðamannafundur. Sveinn Guðmundsson Yfirlæknir

Deilan um nýtt húsnæði Blóðbankans við Snorrabraut hefur verið leyst farsællega og með samþykki allra hlutaðeigandi. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir deiluna hafa frá upphafi byggst á misskilningi.

Starfsfólk Blóðbankans var ósátt við það að framkvæmdanefnd um nýtt sjúkrahús fengi efstu hæðina til umráða og taldi sig þurfa allt húsnæðið til að geta veitt viðunandi þjónustu.

Nú hefur verið ákveðið að framkvæmdanefndin fái helming hæðarinnar undir sína starfsemi, sem er raunar það sem fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og nefndarinnar sögðu frá upphafi að stæði til.

Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir deiluna hafa byggst á misskilningi frá upphafi. „Menn voru að tala í kross eins og stundum gerist, ekki að tala um sama hlutinn. Það þurfti ekki neina sérstaka lausn. Þetta var leyst eins og ráð var fyrir gert strax í upphafi."

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans er ánægður. „Blóðbankinn fær með þessu móti um 1100 fermetra sem uppfyllir vel okkar þarfir og gefur okkur mikla möguleika á að þróast áfram. Ég tel okkur standa á krossgötum og ég fagna milligöngu ráðuneytisins í þessu máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×