Innlent

Hjólhýsafólk varist vindinn

Búist er við töluverðu hvassviðri víða um land í dag að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings.

Sigurður býst við að vindhraðinn verði um 18 metrar á sekúndu með ströndum og í námunda við fjöll sunnan og vestan til og enn hærri í hviðum. Hann segir ekki glóru í því að ætla að ferðast með hjólhýsi í svo miklum vindi og vill beina þeim tilmælum til eigenda hjólhýsa, fellihýsa og húsbíla að vera helst ekki mikið á ferðinni um miðjan dag.

Búist er við að veður skáni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×