Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara 15. júlí 2006 08:30 Keypt inn Matarreikningur meðalheimilis myndi lækka um 130 þúsund krónur á ári, verði farið að þeim hugmyndum sem helst voru ræddar í matvöruverðsnefnd forsætisráðherra. Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra. Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra.
Innlent Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira